Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. febrúar 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blanc sagður inn í myndinni hjá Chelsea
Laurent Blanc.
Laurent Blanc.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri er enn stjóri Chelsea en það liggur ljóst fyrir að hann hefur ekki mikið svigrúm fyrir fleiri slæmum úrslitum.

Gengi Chelsea síðustu vikur hefur verið afleitt, en framundan eru leikir gegn Malmö í Evrópudeildinni og úrslitaleikur í deildabikarnum gegn Manchester City. Þetta eru lykilleikir fyrir Sarri.

Ýmis nöfn hafa verið nefnd í umræðuna sem mögulegir arftakar Sarri hjá Chelsea. Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, og Frank Lampard, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi stjór Derby, hafa verið orðaðir við starfið. Þá þykir einnig mögulegt að Gianfranco Zola, aðstoðarstjóri Sarri, muni stýra liðinu út leiktíðina ef Sarri verður rekinn.

Breska blaðið Standard segir frá því að Frakkinn Laurent Blanc sé einnig inn í myndinni. Standard segir að Blanc hafi verið íhugaður í starfið síðasta sumar áður en Sarri var ráðinn.

Blanc hefur verið án starf síðan hann var látinn fara frá PSG 2016.

Blanc, sem er 53 ára, var fyrr á þessu tímabili orðaður við Manchester United áður en Ole Gunnar Solskjær var ráðinn.



Athugasemdir
banner
banner