Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 21. febrúar 2019 18:48
Arnar Helgi Magnússon
Byrjunarlið Chelsea og Malmö: Arnór og Hudson-Odoi byrja báðir
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi Traustason er í byrjunarliði Malmö sem að mætir Chelsea í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Sjö leikir hefjast klukkan 20:00 og síðar í kvöld kemur í ljós hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar.

Þessi lið mættust fyrir viku síðan í Svíþjóð en þann leik sigraði Chelsea, 1-2. Ross Barkley og Olivier Giroud með mörkin.

Arnór Ingvi Trauston eignaðist dóttur í gær og flaug því ekki með liðinu til London í gær, hann kom í morgun.

Willy Caballero er í markinu hjá Chelsea en Maurizio Sarri hvílir nokkra lykilmenn, til að mynda Eden Hazard. Táningurinn Callum Hudson-Odoi er í byrjunarliði Chelsea í kvöld.

Jón Guðni Fjóluson er á varamannabekk Krasnodar sem að mætir Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Byrjunarlið Chelsea: Caballero; Azpilicueta, Christensen, Rüdiger, Emerson; Barkley, Kanté, Kovacic; Willian, Giroud, Hudson-Odoi.

Byrjunarlið Malmö: Dahlin; Vindheim, Nielsen, Bengtsson, Safari; Traustason, Christiansen, Bachirou, Rieks; Antonsson, Rosenberg


20:00 Inter - Rapíd Vín (1-0)
20:00 Genk - Slavia Prag (0-0)
20:00 Bayer Leverkusen - Krasnodar (0-0) - Stöð 2 Sport 2
20:00 Chelsea - Malmö (2-1) - Stöð 2 Sport
20:00 Real Betis - Rennes (3-3)
20:00 Dynamo Kiev - Olympiakos (2-2)
20:00 Benfica - Galatasaray (2-1)
Athugasemdir
banner
banner