fim 21. febrúar 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dregið í undankeppni EM í dag - Hvernig riðil fær Ísland?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður dregið í undankeppni EM kvenna í dag og hefst drátturinn klukkan 12:30 að íslenskum tíma.

Ísland er í öðrum styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag.

Evrópumótið fer fram sumarið 2021 og verður haldið á Englandi. Úrslitaleikurinn verður á Wembley en meðal annarra leikvanga sem verða notaðir eru heimavellir Brighton, Brentford, Rotherham og Sheffield United.

Eitt lið fer beint úr hverjum riðli í lokakeppni EM 2021. Þau þrjú sem enda með bestan árangur í öðru sæti fylgja þeim þangað, en hin sex fara í umspil um þrjú sæti.

Ísland hefur farið á EM 2009, 2013 og 2017 og setur nú stefnuna á EM 2021. Framundan er fyrsta undankeppnin undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar og Ian Jeffs.
Athugasemdir
banner
banner
banner