Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. febrúar 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Dyche kom Trippier á beinu brautina - Halda reglulegu sambandi
Mynd: Getty Images
Kieran Trippier, hægri bakvörður Tottenham, segir að Sean Dyche stjóri Burnley eigi stóran þátt í velgengni sinni undanfarin ár.

Trippier spilaði undir stjórn Dyche hjá Burnley en hann fór síðan til Tottenham þar sem hann hefur leikið vel og náð að vinna sér inn sæti í enska landsliðinu.

„Hann hjálpaði mér mikið. Ég var ennþá að fara út á lífið þegar ég var ungur, ég var að drekka og passaði ekki nægilega vel upp á mig. Hann bjargaði mér frá því," sagði Trippier.

„Við vorum nánir þegar ég var hjá Burnley og ég myndi gjarnan vilja spila aftur undir hans stjórn einn daginn. Við tölum yfirleitt saman á tveggja vikna fresti til að koma með fréttir af hvor öðrum."

„Við höfum alltaf verið í góðu sambandi. Samband okkar er örugglega ennþá meira eftir að ég fór (frá Burnley)."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner