fim 21. febrúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki bara félagslið sem berjast um Che Adams
Che Adams.
Che Adams.
Mynd: Getty Images
Alex McLeish, landsliðsþjálfari Skotlands, er að reyna að sannfæra Che Adams, leikmann Birmingham, um að spila fyrir skoska landsliðið.

Hinn 22 ára gamli Adams er fæddur í Leicester á Englandi. Faðir hans er frá Antígva og Barbúda, en hann á ömmu og afa sem koma frá Skotlandi. Hann getur því valið á milli þriggja þjóða.

Hann á tvo landsleiki fyrir enska U20 landsliðið enn á enn eftir að ákveða hvaða A-landslið hann spilar fyrir.

„Við teljum að við getum bætt feril hans, en þetta er undir honum komið," sagði McLeish sem vonast til að skáka Englandi.

Adams hefur átt mjög gott tímabil með Birmingham, en hann er með 19 mörk í 32 leikjum í Championship-deildinni á leiktíðinni. Ensku slúðurblöðin hafa orðað hann við félög eins og Manchester United, Arsenal og Tottenham.

Í janúar reyndi Burnley að kaupa hann fyrir 12 milljónir punda. Birmingham hafnaði því tilboði.
Athugasemdir
banner
banner
banner