Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. febrúar 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Eriksen vill ekki hugsa um samningamál
Mynd: Getty Images
Martin Schoots, umboðsmaður Christian Eriksen, segir að leikmaðurinn sé hvorki að hugsa um möguleg félagaskipti til Real Madrid né nýjan samning við Tottenham.

Eriksen hefur verið orðaður við Real Madrid en hann verður samningslaus sumarið 2020. Tottenham vill framlengja samninginn við Eriksen en Daninn er sjálfur rólegur yfir samningamálum.

„Christian vill einungis einbeita sér að fótboltanum," sagði Schoots.

„Fyrir utan tæknilega, taktíska og íþróttalega hæfileika þá hefur hugarfar hans breytt honum úr leikmanni með heimsklassa hæfileika yfir í leikmann í heimsklassa."

„Í augnablikinu vil ég ekki ræða um sögusagnir hvað varðar samninga og félagaskipti."

Athugasemdir
banner
banner
banner