Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. febrúar 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Tekst Arsenal að snúa taflinu við?
Mynd: Getty Images
Spilar Arnór í dag?
Spilar Arnór í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það ræðst í dag hvaða lið komast áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Arsenal fær BATE frá Hvíta-Rússlandi í heimsókn og þarf að snúa taflinu við eftir að hafa tapað fyrri leiknum óvænt 1-0. Ef Arsenal fellur út í kvöld þá verður eflaust fróðlegt að fylgjast með stuðningsmönnum Arsenal á Youtube-rásinni ArsenalFanTV. Þar eru menn þekktir fyrir að láta gamminn geysa.

Pressan er mikil á Maurizio Sarri, stjóra Chelsea, þessa daganna. Hann ætti þó að geta stýrt Chelsea fram hjá Malmö í dag. Chelsea vann fyrri leikinn í Svíþjóð 2-1.

Arnór Ingvi Traustason er á mála hjá Malmö, en hann fór ekki með liðinu til London í gær. Íslenski landsliðsmaðurinn og unnusta hans voru nefnilega upptekin við annað mikilvægara. Malmö vonast þó til að Arnór verði með í dag.

Jón Guðni Fjóluson og félagar í Krasnodar eiga möguleika gegn Bayer Leverkusen eftir markalausan fyrri leik. Jón Guðni var allan tímann á bekknum í fyrri leiknum.

Hér að neðan eru allir leikir dagsins og úrslit í fyrri leikjum.

Leikir dagsins:
17:55 Dinamo Zagreb - Viktoria Plzen (1-2)
17:55 Salzburg - Club Brugge (1-2)
17:55 Napoli - Zürich (3-1)
17:55 Eintracht Frankfurt - Shakhtar Donetsk (2-2)
17:55 Valencia - Celtic (2-0) - Stöð 2 Sport
17:55 Zenit - Fenerbache (0-1)
17:55 Villarreal - Sporting CP (1-0)
17:55 Arsenal - BATE (0-1) - Stöð 2 Sport 2
20:00 Inter - Rapíd Vín (1-0)
20:00 Genk - Slavia Prag (0-0)
20:00 Bayer Leverkusen - Krasnodar (0-0) - Stöð 2 Sport 2
20:00 Chelsea - Malmö (2-1) - Stöð 2 Sport
20:00 Real Betis - Rennes (3-3)
20:00 Dynamo Kiev - Olympiakos (2-2)
20:00 Benfica - Galatasaray (2-1)
Athugasemdir
banner