Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 21. febrúar 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Guardiola: Ekki tilbúnir að vinna Meistaradeildina
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að liðið sé ekki tilbúið að berjast um sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Guardiola lét þessi orð falla eftir 3-2 útisigur á Schalke í 16-liða úrslitum í gær en hann var ekki ánægður með spilamennskuna hjá sínum mönnum. Leroy Sane og Raheem Sterling tryggðu City sigur í lokin eftir að Nicolas Otamendi hafði fengið rauða spjaldið.

„Úrslitin eru ótrúleg, þrjú mörk á útivelli, en við gáfum mörk og rautt spjald," sagði Guardiola.

„Við eigum ekki möguleika á því í þessari keppni. Við erum ekki ennþá tilbúnir að berjast um sigur í Meistaradeildinni."

„Eftir að við fengum rauða spjaldið hefðu þeir kannski getað pressað meira og náð þriðja og fjórða markinu. Þá værum við kannski úr leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner