Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 21. febrúar 2019 14:06
Magnús Már Einarsson
Jón Þór: Þetta er leiðin okkar til Englands 2021
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari.
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, eftir að dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2021 í dag.

Svíþjóð, Ungverjaland, Slóvakía og Lettland eru með Íslandi í riðli en undankeppnin hefst í haust.

Eitt lið fer beint úr hverjum riðli í lokakeppni EM 2021. Þau þrjú sem enda með bestan árangur í öðru sæti fylgja þeim þangað, en hin sex fara í umspil um þrjú sæti. Ísland hefur farið á EM 2009, 2013 og 2017 og setur nú stefnuna á EM 2021.

„Mótherjarnir eru áhugaverðir og riðillinn er spennandi. Þetta verða allt krefjandi leikir og það vissum við alveg fyrirfram, burtséð frá því hvaða liðum við myndum mæta," sagði Jón Þór.

„Við ætlum okkur í lokakeppnina, það hefur alltaf verið okkar markmið og verður áfram. Þetta er leiðin okkar til Englands 2021.“

Innbyrðisviðureignir við andstæðingana

Svíþjóð - 9. sæti á heimslista FIFA
15 leikir - 2 sigrar - 1 jafntefli - 12 töp.

Ungverjaland - 43. sæti á heimslista FIFA
5 leikir - 5 sigrar.

Slóvakía - 45. sæti á heimslista FIFA
2 leikir - 2 sigrar.

Lettland - 93. sæti á heimslista FIFA
Liðin hafa aldrei mæst áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner