Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 21. febrúar 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kepa tæpur fyrir úrslitaleikinn í deildabikarnum
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga gæti misst af því þegar Chelsea mætir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins næstkomandi sunnudag.

Markvörðurinn er að glíma við meiðsli aftan í læri.

Chelsea mætir Malmö í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag og er Kepa einn af þremur leikmönnum Chelsea sem eru tæpir fyrir þann leik. Hinir eru Pedro og Davide Zappacosta.

„Ég er ekki viss í augnablikinu, en ég vona það," sagði Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, við fréttamenn sem forvitnuðust um það hvort Kepa myndi ná leiknum gegn City á sunnudag.

Ef Kepa nær ekki leiknum þá mun Willy Caballero koma inn í markið.

Kepa er dýrasti markvörður sögunnar en Chelsea keypti hann frá Athletic Bilbao fyrir rúmar 70 milljónir punda fyrir tímabilið.

Kepa var til umræðu í Innkastinu hér á Fótbolta.net á þriðjudagskvöld.

„Hann er alltof slakur," sagði Daníel Geir Moritz um Kepa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner