Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 21. febrúar 2019 16:13
Magnús Már Einarsson
Klopp sektaður fyrir ummæli sín um dómara
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur verið sektaður 45 þúsund pund (7 milljónir íslenskar króna) fyrir ummæli sem hann lét falla um Kevin Friend dómara í 1-1 jafntefli gegn West Ham fyrr í mánuðinum.

Klopp var ósáttur með störf Friend í seinni hálfleiknum. Hann sagði að öll vafaatriði hefðu fallið með West Ham í seinni hálfleiknum og að dómarinn hefði reynt að jafna út mistökin í marki Liverpool, sem hefði ekki átt að standa.

„Markið okkar var víst rangstaða og kannski vissi dómarinn það í seinni hálfleiknum. Hann hlýtur að hafa fengið að vita það í hálfleik, það voru margar skrýtnar ákvarðanir í seinni hálfleik. Engar stórar ákvarðarnir, bara ákvarðanir sem breyttu takti leiksins," var meðal þess sem Klopp lét frá sér.

Enska knattspyrnusambandið ákærði Klopp og hann var sektaður í dag. Hins vegar slapp hann með leikbann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner