Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. febrúar 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Leitaði í eldhúsið um miðja nótt í landsliðsferð
Lára (til hægri) á landsliðsæfingu árið 2017.
Lára (til hægri) á landsliðsæfingu árið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lára í bikarúrslitaleik gegn Breiðabliki í fyrra.
Lára í bikarúrslitaleik gegn Breiðabliki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur vissulega haft áhrif á ferilinn. Ég hef verið á þeim stað að blóta þessu og hef hugsað hvort ég væri ekki komin lengra ef það væri ekki fyrir þetta. Við værum öll komin lengra ef það væri ekki fyrir slæman félagsskap í menntaskóla, krossbandslit eða eitthvað annað. Ég ætla ekki að detta í þann pakka að halda að ég væri komin miklu lengra ef það væri ekki fyrir þetta. Þetta er eitthvað sem ég er að eiga við," sagði Lára Kristín Pedersen, miðjumaður Þórs/KA í Miðjunni á Fótbolta.net en þar opnaði hún sig um baráttuna við matarfíkn.

Lára hefur verið að berjast við matarfíkn á sama tíma og hún hefur spilað með sigursælu liði Stjörnunnar. Hún segir að matarfíknin hafi truflað fótboltann en í gegnum tíðina hafa komið tímabil þar sem hún hefur ekki getað mætt á æfingar.

„Heilt yfir er magnað að ég hafi náð að halda mér í fótboltanum í gegnum þessum erfiðustu tímabil. Ég var nálægt því að hætta í fótbolta. Maður var ekki að gera neitt sem maður hafði gaman að. Hvort sem það var skóli, fótbolti eða vinna. Ég pældi oft í því að hætta."

„Þegar ég var þyngst var ég 10-15 kílóum þyngri en ég er núna og það er mikið miðað við afreksíþróttamann. Ég minnist þess ekki að Óli (Ólafur Þór Guðbjörnsson) þjálfari hafi kommentað á það en hann hefur séð það. Hann veit að ég hef oft ekki verið í formi og það hefur komið niður á spilamennsku minni."


Afboðaði sig í landsleik og á landsliðsæfingar
Lára spilaði sinn fyrsta og eina landsleik á Algarve mótinu árið 2015. Hún átti að koma við sögu í öðrum leik í því móti en vegna matarfíknarinnar vildi hún ekki spila.

„Um morguninn talaði ég við Freysa (Frey Alexandersson) og Ástu (Árnadóttur) sjúkraþjálfara og sagðist vera svo illa sofin að ég treysti mér ekki til að koma inn á í dag. Þá hafði ég farið niður um nóttina og verið að grúska í eldhúsinu á hótelinu," segir Lára sem afboðaði sig einnig á landsliðsæfingar á sínum tíma vegna matarfíknarinnar.

„Ég hef tvisvar eða þrisvar þurft að hitta Freysa til að afboða mig á landsliðsæfingar sem ég átti að mæta á. Þá var ég búinn að liggja á beit í margar vikur áður en ég átti að mæta. Ég kem svo til hans og lýg að honum að ég sé þunglynd og geti ekki mætt á æfingu."

Í Miðjunni ræðir Lára ítarlega um matarfíkninni og fer yfir það hvað hefur hjálpað henni í baráttunni undanfarin ár.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Láru í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner