Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. febrúar 2019 12:15
Elvar Geir Magnússon
Mun Sarri stýra Roma á næsta tímabili?
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea.
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
La Reppublica segir að Maurizio Sarri standi til boða að taka við Roma á næsta tímabili.

Sagt er að ráðgjafi Roma, Franco Baldini, og forseti félagsins, James Pallotta, hafi borðað í London með Sarri og að þar hafi ítalska þjálfaranum verið boðið að taka við Roma.

Óvissa er með framtíð Eusebio Di Francesco, þjálfara Roma, en La Reppublica segir mjög líklegt að hann muni láta af störfum eftir tímabilið. Sagt er að íþróttastjórinn Monchi sé líklega einnig á förum.

Roma er í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar eftir 24 leiki.

Sarri, sem er fyrrum þjálfari Napoli, situr í funheitum stjórastól hjá Chelsea. Hann tók við Chelsea í sumar og byrjaði á tólf leikjum án þess að tapa. Síðan hefur liðið tapað sex deildarleikjum, þar af þremur af síðustu fjórum.

Leikaðferð hans hefur verið gagnrýnd og hann fékk að heyra það frá stuðningsmönnum í 0-2 tapi gegn Manchester United í bikarleik á mánudag.

Chelsea mætir Malmö í Evrópudeildinni í kvöld en liðið vann 2-1 sigur í fyrri leiknum. Á sunnudag er svo leikur gegn Manchester City í úrslitum deildabikarsins.
Athugasemdir
banner