Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 21. febrúar 2019 09:05
Magnús Már Einarsson
Sonur Thuram til Liverpool eða Chelsea?
Powerade
Sonur Lilian Thuram gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina.
Sonur Lilian Thuram gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina.
Mynd: Getty Images
Rashford er að gera nýjan samning.
Rashford er að gera nýjan samning.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að skoða sumargluggann. Kíkjum á slúður dagsins.



Manchester United ætlar að bjóða Marcus Rashford (21) nýjan sex ára samning en samningaviðræður hafa gengið vel. (Mirror)

Real Madrid gæti látið Gareth Bale (29) fara í sumar. Hann gæti farið til Chelsea í skiptum fyrir Eden Hazard (28) eða til Tottenham í skiptum fyrir Christian Eriksen (27). (Marca)

PSG ætlar að reyna að fá Callum Hudson-Odoi (18) frá Chelsea í sumar. (Sun)

Laurent Blanc, fyrrum þjálfari PSG, kemur til greina sem nýr stjóri Chelsea ef Maurizio Sarri verður rekinn í næstu viku. (London Evening Standard)

Barcelona er í viðræðum um að selja Ivan Rakitic (30) til Inter á 39 milljónir punda. (AS)

Vonir Arsenal um að fá James Rodriguez (27) hafa minnkað en leikmaðurinn segist ætla að snúa aftur til Real Madrid eftir lánsdvöl sína hjá Bayern Munchen. (Mirror)

Barcelona er að berjast við Arsenal um Houssem Aouar (20) miðjumann Lyon. (Sun)

Patrick Vieira (42), þjálfari Nice, gæti tekið við Lyon. (Sun)

Manchester United var að skoða paragvæska miðjumanninn Miguel Almiron (25) áður en hann fór til Newcastle í janúar. Þetta segir umboðsmaður hans. (Newcastle Chronicle)

Tottenham er að færast nær því að opna nýja 62 þúsund manna leikvang sinn en félagið ætlar að prófa leikvanginn 16 og 23. mars. (London Evening Standard)

Chelsea og Liverpool eru að skoða Khepren Thuram (17) leikmann Mónakó. Khepren á ennþá eftir að skrifa undir atvinnumannasamning hjá Mónakó en hann er sonur fyrrum franska landsliðsmannsins Lilian Thuram. (Mail)

Javier Tebas, forseti La Liga, kemur til greina sem næsti framkvæmadstjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Richard Scudamore er að hætta því starfi. (Times)

Sone Aluko (30) framherji Reading er á leið til Beijing Renhe í Kína. (Mail)

Manuel Lanzini (26) miðjumaður West Ham er klár í slaginn eftir hnémeiðsli en hann gæti spilað sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Fulham annað kvöld. (Times)

Liverpool ætlar að fara til Ameríku í æfingaferð í sumar frekar en Asíu. (Liverpool Echo)

Verið er að búa til heimildarmynd um tímabilið hjá Leeds. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner