Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 21. febrúar 2019 14:18
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmaður Man City liggur þungt haldinn eftir árás
Vondar fréttir frá Þýskalandi.
Vondar fréttir frá Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmaður Manchester City er í lífshættu á sjúkrahúsi eftir að ráðist var hann að loknum leik City gegn Schalke í Meistaradeildinni í gær.

Leikurinn fór fram í Þýskalandi en City vann 3-2 útisigur.

Í upplýsingum frá City segir að félagið sé að vinna með lögreglunni í Manchester og þýsku lögreglunni í að skoða málið.

Starfsfólk á vegum City var eftir í Þýskalandi til að styðja við fjölskyldu þess slasaða.

City óskar eftir vitnum að árásinni og biður þá um að láta lögregluna vita.

Sergio Aguero, Leroy Sane og Raheem Sterling skoruðu mörk City í gær en liðið lenti 2-1 undir og manni færri áður en það tryggði sér sigurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner