Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 21. febrúar 2019 09:44
Magnús Már Einarsson
Van Dijk: Var hægur bakvörður þegar ég var 16 ára
Mynd: Getty Images
Virgil Van Dijk, varnarmaður Liverpool, er í fróðlegu viðtali hjá BBC í dag en þar fer hann yfir leið sína í fremstu röð. Van Dijk er 193 cm á hæð í dag en hann var ekki afgerandi leikmaður fyrr en hann tók út vaxtakipp sinn.

„Ég var ekki hávaxinn fyrr en ég tók vaxtakipp. Þegar ég var 16 ára var yngri bróðir minn að verða stærri en ég. Sumarið sem ég varð 17 ára stækkaði ég um 18 sentimetra," sagði Van Dijk en vaxtakippurinn tók sinn toll.

„Hnéð mitt var frekar óstöðugt og ég átti í vandræðum með nárameiðsli. Ég var í miklum vandræðum en eftir alvöru endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum var ég frá keppni í sex vikur. Eftir það byrjaði ég að spila vel."

Van Dijk var í unglingaliðum WIillem II en fram að vaxtarkipp hans benti lítið til þess að hann myndi verða einn besti varnarmaður heims.

„16 ára var ég hægur hægri bakvörður og ekki nægilega góður til að spila sem miðvörður. Ég var aldrei áberandi leikmaður fyrir en ég fór að spila með U19 ára liðinu og varð fyrirliði," sagði Van Dijk.

„Eftir það gekk allt mun betur. Ég spilaði nokkra leiki með U23 ára liðinu og síðan gerðist allt mjög hratt."

Í viðtalinu við BBC ræðir Van Dijk einnig ást sína á Disneyland og Prison Break en hann hefur horft átta sinnum á þá sjónvarpsþáttaröð!

Smelltu hér til að lesa viðtalið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner