Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 21. febrúar 2019 14:40
Elvar Geir Magnússon
Wenger fór á leynilegan fund með forseta PSG
Nasser Al-Khelaifi.
Nasser Al-Khelaifi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, fór á leynilegan fund með Nasser Al-Khelaifi, forseta Paris Saint-Germain, í Katar í síðustu viku.

Þetta segir franska blaðið L'Equipe en ekki er vitað hvað fór fram á þeim fundi.

Wenger var gestur Al-Khelaifi í VIP-boxi hans á tennismóti í Doha en Al-Khelaifi er forseti katarska tennissambandsins ásamt því að vera forseti PSG.

Fundir þeirra hafa komið að stað orðrómi um að staða Thomas Tuchel sé ekki fullkomlega traust en sagt er að hann eigi í útistöðum við íþróttastjóra félagsins, Antero Henrique.

Ekki er hægt að kvarta yfir árangri Tuchel við stjórnvölinn en liðið er með fimmtán stiga forystu í frönsku deildinni og vann fyrri leik sinn gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner