fim 21. febrúar 2019 17:30
Magnús Már Einarsson
Wijnaldum: Verður mikil breyting frá síðasta leik við Man Utd
Georginio Wijnaldum.
Georginio Wijnaldum.
Mynd: Getty Images
Georginio Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, reiknar með mun erfiðari leik gegn Manchester United á sunnudag heldur en í sunnudaginn þegar liðin áttust við á Anfield.

Jose Mourinho var rekinn eftir 3-1 tap gegn Liverpool í desember en síðan þá hefur Ole Gunnar Solskjær heldur betur náð að rétta skútuna við.

„Þetta verður mikil breyting. Síðan nýi stjórinn kom þá er nýtt flæði hjá þeim," sagði Wijnaldum.

„Þeir hafa spilað góða leikið og unnið marga af þeim. Það byggir upp sjálfstraust í liðinu."

„Þetat er líka heimaleikur þeirra og það gefur þeim sjálfstraust því þeir eru ekki í sömu vandræðum og áður. Þetta verður erfiður leikur en ég hlakka til."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner