Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. febrúar 2019 08:30
Elvar Geir Magnússon
Young: Förum með rosalegt sjálfstraust inn í leikinn við Liverpool
Ashley Young í leik gegn Manchester City.
Ashley Young í leik gegn Manchester City.
Mynd: Getty Images
Ashley Young segir að sigrar Manchester United gegn Tottenham, Arsenal og Chelsea hafi gefið leikmönnum gríðarlegt sjálfstraust fyrir komandi viðureign gegn Liverpool.

United hefur unnið 11 af 13 leikjum undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, eina tapið var gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni.

„Sjálfstraustið er í botni. Augljóslega fær maður sjálfstraust úr því að vinna leiki," segir hinn 33 ára Young.

Hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við United í síðustu viku en hann hefur verið með fyrirliðabandið síðan hann komst á undan Antonio Valencia í goggunarröðinni undir Solskjær.

Á mánudaginn var ljóst að United leikur gegn Wolves í 8-liða úrslitum FA-bikarsins.

„Ég hefði viljað fá Manchester City! En þú þarft að vinna alla til að vinna keppnina og það munum við reyna að gera," segir Young.

Manchester United mætir Liverpool á sunnudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner