Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kyle McLagan kemur aftur til Fram
Lengjudeildin
McLagan verður áfram hjá Fram.
McLagan verður áfram hjá Fram.
Mynd: Fram
Varnarmaðurinn Kyle McLagan verður áfram í herbúðum Fram á komandi leiktíð.

Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, sagði frá þessu í viðtali eftir 8-2 tap gegn KR í Lengjubikarnum í gær.

„Fred og Kyle eru bara að koma í næstu viku... við erum bara vel settir og erum bara að halda áfram þrátt fyrir allt í dag," sagði Jón í samtali við Fótbolta.net.

Kyle er bandarískur miðvörður sem gekk í raðir Fram á miðju tímabili í fyrra. Hann er 25 ára og spilaði með Roskilde í Danmörku áður en hann kom til Fram.

Hann spilaði átta leiki í Lengjudeildinni þegar Fram hafnaði í þriðja sæti deildarinnar. Mótinu var slaufað þegar Fram átti tvo leiki eftir en þeir voru með jafnmörg stig og Leiknir, sem hafnaði í öðru sæti, en slakari markatölu.
Jón Sveins: Mun ekki missa svefn yfir því
Athugasemdir
banner