banner
   fim 21. mars 2019 15:46
Elvar Geir Magnússon
Andorra
150 Íslendingar á leiknum í Andorra - Sjáðu leikvanginn
Icelandair
Leikvangurinn í síðdegissólinni í dag. Fleiri myndir eru neðst í fréttinni.
Leikvangurinn í síðdegissólinni í dag. Fleiri myndir eru neðst í fréttinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Estadi Nacional leikvangurinn, þjóðarleikvangur Andorra, tekur 3.306 áhorfendur en samkvæmt upplýsingum frá fjölmiðlafulltrúa landsliðs Andorra er búið að selja um 2.000 miða á leikinn á morgun.

Þar af verða um 150 Íslendingar á vellinum, flestir koma þeir frá Barcelona.

Leikvangurinn er nýr, opnaði 2014, og er vallarstæðið sérlega glæsilegt.

Við völlinn, sem er með gervigrasi eins og frægt er, stendur ein aðalstúka við aðra hliðina og þá eru stúkur fyrir aftan mörkin.

Um 78 þúsund manns búa í Andorra en landslið þjóðarinna er í 132. sæti á styrkleikalista FIFA.

Á næstu klukkustund verður fréttamannafundur Íslands og eftir hann mun Ísland æfa á keppnisvellinum.

Leikur Andorra og Íslands í undankeppni EM hefst 19:45 á morgun að íslenskum tíma, 20:45 að staðartíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner