Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. mars 2019 18:20
Elvar Geir Magnússon
Allir í hópnum æfðu - Aron var loðinn í svörum
Icelandair
Ísland æfir á keppnisvellinum í Andorra.
Ísland æfir á keppnisvellinum í Andorra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í þessum skrifuðu orðum er nýlokið æfingu hjá íslenska landsliðinu á keppnisvellinum í Andorra.

Allir leikmenn hópsins voru með á æfingunni þær fimmtán mínútur sem opnar voru fyrir fjölmiðla.

Umræða hefur verið um hvernig gervigrasið leggst í fyrirliða Ísland, Aron Einar Gunnarsson.

433.is birti líklegt byrjunarlið þar sem Aron var ekki í liðinu vegna þess undirlags sem er á þjóðarleikvangi Andorra.

Aron var spurður út í málið á fréttamannafundi í dag en hann vildi ekkert gefa upp.

„Standið er fínt. Mér líður vel. Þetta á eftir að koma í ljós á morgun. Ég ætla ekki að gefa út neitt núna um það hvort ég byrji eða ekki. Þjálfarinn ræður því," sagði Aron.

Hér má sjá myndir frá æfingunni sem er nýlokið, Hafliði Breiðfjörð tók þær. Þá minnum við á að hægt er að fylgjast með bak við tjöldin hjá Fótbolta.net á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner