Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. mars 2019 16:55
Elvar Geir Magnússon
Andorra
Aron Einar: Ég ætla ekki að tala um peninga
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá keppnisvellinum í Andorra.
Frá keppnisvellinum í Andorra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson samdi í vikunni við Al-Arabi í Katar og spilar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í Katar.

Aron var spurður út í skipti sín á fréttamannafundi í Andorra í dag.

„Samningurinn við Cardiff rennur út eftir tímabilið. Í Katar fer ég til míns fyrrum landsliðsþjálfara. Það er uppbygging í gangi hjá Al-Arabi. Þetta verður erfið áskorun en ég hlakka til," sagði Aron.

Hann tekur undir þá umræðu sem hefur verið í gangi um að þessi skipti hans gætu lengt landsliðsferilinn.

„Það er ekki jafnmikið leikjaálag eða tempó þarna. Timabilin á Englandi hafa tekið toll. Það klárlega er hluti af ákvörðuninni að lengja ferilinn um nokkur ár og vonandi nýtist það landsliðinu."

Aron var spurður að því hvort samningurinn við Al-Arabi væri hans besti á ferlinum?

„Ég ætla ekki að tala um peninga þegar kemur að þessu. Þetta er öðruvísi land og öðruvísi kúltúr, ég vildi prófa eitthvað nýtt. Ég er spenntur."

Spilar Aron á morgun?
Aron var spurður að því hvernig honum lítist á að spila á gervigrasi gegn Andorra á morgun og hvernig skrokkurinn tæki í það.

„Standið er fínt. Mér líður vel. Þetta á eftir að koma í ljós á morgun. Ég ætla ekki að gefa út neitt núna um það hvort ég byrji eða ekki. Þjálfarinn ræður því," sagði Aron, loðinn í svörum.

Andorra og Ísland mætast 19:45 á morgun.

„Þetta er nýtt upphaf. Við verðum að vera á tánum og vera þolinmóðir til að ná í þrjú stig. Við vitum að Andorra hefur verið erfitt heim að sækja," sagði Aron að lokum á fréttamannafundi dagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner