Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 21. mars 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Cristiano Ronaldo búinn að opna hárígræðslustöð
,,Hárlos er mjög stórt vandamál í Evrópu
Mynd: Getty Images
Athafnamaðurinn Cristiano Ronaldo er búinn að opna hárígræðslustöð í Madríd og voru ýmsar stórstjörnur úr knattspyrnuheiminum viðstaddar opnunina síðasta mánudag.

Ronaldo kynnti Insparya Hair Company til leiksins sem sérhæfir sig í hárígræðslum fyrir fólk sem þjáist af hárlosi. Hárlos er álitið heilbrigðisvandamál og því fellur þetta ævintýri Portúgalans inn í heilbrigðisgeirann.

„Ég hef áhuga á mörgum hlutum utan við fótbolta. Heilsa, tækni og rannsóknir eru nokkrir af þeim og þess vegna ákvað ég að fjárfesta í þessu tækifæri. Ég vildi að stöðin yrði í Madríd því þetta er borg sem hefur breytt lífi mínu að eilífu," sagði Ronaldo, sem á 50% hlut í fyrirtækinu gegn Paulo Ramos.

„Hárlos er mjög stórt vandamál í Evrópu og um allan heim og við viljum hjálpa fólki að bæta eigið sjálfstraust. Öllum finnst gaman að hugsa um eigin ímynd og er ég fullkomið dæmi um það."

Insparya rekur þegar tíu hárígræðslustöðvar í Portúgal og taka aðgerðir þeirra um sex klukkustundir og kosta frá 4000 evrum upp í 7000 evrur.

Það munu 150 sérfræðingar starfa á stöðinni sem er 2500 fermetrar. Það eru 18 aðgerðarstofur gæddar bestu tækni sem völ er á og þá býður stöðin uppá pakkaferðir í samstarfi við lúxushótel og flugfélög.

Robert Pires, fyrrverandi leikmaður Arsenal, er búinn að prófa ígræðslustöðina og sagði eftirá að hann teldi þetta vera eina bestu stöð sem hann hafði nokkurn tímann stigið fæti á. Jose Bosingwa og Raul Meireles tóku í svipaða strengi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner