Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. mars 2019 10:32
Ívan Guðjón Baldursson
Gylfi og Pogba geta bætt úrvalsdeildarmet
Gylfi er búinn að skora 12 mörk í úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Gylfi er búinn að skora 12 mörk í úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson og Paul Pogba geta bætt úrvalsdeildarmet á síðustu vikum tímabilsins.

Báðir hafa þeir átt góð tímabil fyrir Everton og Manchester United og eru í liði tímabilsins hjá Sky.

Metið sem um ræðir er þó ekki eftirsóknarvert; þeir geta orðið fyrstu leikmenn sögunnar til að klúðra fjórum vítaspyrnum á einu úrvalsdeildartímabili.

Aðeins átta leikmenn höfðu klúðrað þremur spyrnum á sama tímabilinu en núna eru þeir tíu eftir mistök Gylfa og Pogba.

Gylfi er búinn að klúðra þremur af fimm sem er þó ekki versta spyrnunýtingin á listanum. Angel klúðraði þremur af þremur spyrnum fyrir Aston Villa tímabilið 2004/05.

Þá klúðraði Ruud van Nistelrooy þremur af fjórum spyrnum sínum 2003/04 og Teddy Sheringham hefur tvisvar sinnum klúðrað þremur spyrnum af þremur yfir heilt tímabil.

Listi yfir klúður
1992/93 Newell (Blackburn) 3/3
1994/95 Sheringham (Tottenham) 3/3
1997/98 Sheringham (Man Utd) 3/3
2003/04 Shearer (Newcastle) 10/3
2003/04 Nistelrooy (Man Utd) 3/3
2004/05 Angel (Aston Villa) 3/3
2009/10 D. Bent (Sunderland) 8/3
2017/18 Rooney (Everton) 6/3
2018/19 Pogba (Man Utd) 8/3
2018/19 Gylfi Þór (Everton) 5/3
Athugasemdir
banner
banner