Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. mars 2019 16:39
Arnar Helgi Magnússon
Hamren: Önnur íþrótt þegar það er spilað á gervigrasi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur leik í undankeppni fyrir EM 2020 annað kvöld þegar liðið mætir Andorra.

Leikið verður á þjóðvarleikvangi Andorra, Estadi Nacional. Leikvangurinn er nýr, opnaði 2014, og er vallarstæðið sérlega glæsilegt.

Á vellinum er gervigras sem að hefur verið mikið í umræðunni en það þykir ekkert sérstaklega gott.

„Það er bara einn af okkar leikmönnum vanur að spila gervigrasi, hann spilar á Íslandi. Allir aðrir spila á venjulegu grasi," sagði Erik Hamren á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Gervigras er gott sem varakostur fyrir alvöru gras eins og í kaldari löndum eins og í Skandinavíu en að mínu mati eiga undankeppnir EM ekki að fara fram á gervigrasi. Þetta er önnur íþrótt þegar fótbolti er spilaður á þessu."

150 Íslendingar verða á leiknum á morgun. Leikurinn hefst 19:45 að íslenskum tíma. Smelltu hér til að sjá myndir af vellinum.
Haukur Harðar í Andorra - Leggur sitt mat á gervigrasið
Athugasemdir
banner
banner
banner