Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. mars 2019 16:30
Arnar Helgi Magnússon
Hazard lítur upp til Salah - Eru góðir vinir
Mynd: Getty Images
Mo Salah hefur ekki fundið markaskóna í síðustu leikjum sínum með Liverpool. Þrátt fyrir það er Eden Hazard, leikmaður Chelsea, mikill aðdáandi og lítur hann upp til Salah.

Hazard og Salah léku saman hjá Chelsea en þar fékk Salah ekki að spila mikið. Hazard segir að þeir séu góðir vinir og haldi sambandi.

Mo Salah kom til Liverpool fyrir síðustu leiktíð og síðan þá hefur hann farið á kostum með liðinu. Hann var markahæsti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili með 30 mörk.

Eden Hazard hefur verið flottur í liði Chelsea í vetur og er hann kominn með þrettán mörk í 29 leikjum. Einnig er hann með ellefu stoðsendingar.

„Salah er góður vinur minn og það sem að hann hefur gert með Liverpool er ótrúlegt. Ég horfi á leikmann eins og Salah og reyni allt sem ég get til þess að komast á sama stall og hann," segir Hazard.

Athugasemdir
banner
banner
banner