Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. mars 2019 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höjbjerg bjargaði jafntefli gegn Kósóvó - Andri Rúnar fiskaði víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kósóvó tók í kvöld á móti Danmörku í vináttulandsleik í Pristina, höfuðborg Kósóvó.

Amir Rrahmani kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks en Christian Eriksen, leikmaður Tottenham, jafnaði fyrir Dani úr vítaspyrnu eftir um hálftíma leik.

Bersant Celina, leikmaður Swansea, kom heimamönnum yfir skömmu seinna en Pierre-Emile Höjbjerg, leikmaður Southampton, jafnaði leikinn aftur í uppbótartíma.

Í Svíþjóð mættust Helsingborg, lið Andra Rúnars Bjarnasonar og FC Kaupmannahöfn í æfingaleik. Andri Rúnar var í byrjunarliði Helsingborg og spilaði fyrstu 75 mínútur leiksins.

Á 49. mínútu féll Andri Rúnar í teignum og dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu. Wanderson steig á punktinn og jafnaði leikinn í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. Rocco, leikmaðurinn sem braut á Andra Rúnari fékk að líta rautt spjald fyrir brotið.


Athugasemdir
banner
banner
banner