Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Icardi byrjar að æfa með Inter í dag
Icardi er 26 ára og hefur skorað 109 mörk í 179 Serie A leikjum með Inter.
Icardi er 26 ára og hefur skorað 109 mörk í 179 Serie A leikjum með Inter.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Mauro Icardi byrjar að æfa aftur með Inter í dag eftir að hafa verið fjarverandi í mánuð.

Fyrirliðabandið var tekið af Icardi í febrúar og neitaði hann að spila í kjölfarið. Nú er liðinn rúmur mánuður og hefur Icardi ekki enn komið við sögu með Inter.

Wanda Nara, umboðsmaður hans og eiginkona, heldur því fram að Icardi sé búinn að vera að glíma við hnémeiðsli undanfarnar vikur og það sé ástæðan fyrir því að hann hafi ekki verið í leikmannahópnum.

Nú er Icardi sagður vera búinn að jafna sig af hnémeiðslunum og ætti því að taka þátt í æfingu liðsins í dag. Það verður ansi fámennt á æfingunni þar sem flestir leikmenn félagsins eru uppteknir með landsliðum sínum.

Það verður áhugavert að sjá hversu mikinn spiltíma Icardi fær við endurkomu sína í liðið því Lautaro Martinez hefur verið að gera fína hluti í hans fjarveru.

Þá er framtíð sóknarmannsins í mikilli óvissu enda hefur hann verið orðaður við nokkur af helstu stórliðum Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner