Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. mars 2019 06:00
Elvar Geir Magnússon
Peralada, Katalóníu
Landsliðið ferðast yfir til Andorra í dag
Icelandair
Ari Freyr Skúlason og Þorgrímur Þráinsson hjóla um Peralada.
Ari Freyr Skúlason og Þorgrímur Þráinsson hjóla um Peralada.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag kveður íslenski landsliðshópurinn katalónska bæinn Peralada þar sem æfingar undanfarna daga hafa farið fram.

Ísland er að búa sig undir leik gegn Andorra á morgun, föstudag, og svo verður leikið gegn heimsmeisturum Frakklands á mánudag. Um er að ræða fyrstu tvo leikina í undankeppni EM.

Það tekur um þrjá og hálfan tíma að keyra frá Peralada til Andorra.

Í dag verður æfing hjá íslenska liðinu á keppnisvellinum í Andorra en hann er lagður með gervigrasi eins og mikið hefur verið fjallað um. Þá verður fréttamannafundur þar sem Erik Hamren og Aron Einar Gunnarsson sitja fyrir svörum.

Leikurinn annað kvöld verður 19:45 að íslenskum tíma.

Hér að neðan má sjá viðtal við Gylfa Þór Sigurðsson sem tekið var í gær.
Gylfi ekki með miklar áhyggjur: Getið dæmt okkur af þessum leikjum
Athugasemdir
banner
banner
banner