Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. mars 2019 19:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: ÍA í úrslit eftir stórsigur á KA
Gonzalo kom til ÍA frá Víking Ólafsvík eftir síðustu leiktíð. Hann skoraði og lagði upp mark í kvöld.
Gonzalo kom til ÍA frá Víking Ólafsvík eftir síðustu leiktíð. Hann skoraði og lagði upp mark í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 4-0 KA
1-0 Albert Hafsteinsson ('30)
2-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('38)
3-0 Gonzalo Zamorano ('54)
4-0 Bjarki Steinn Bjarkason ('56)

ÍA tók í kvöld á móti KA í Akraneshöllinni í fyrri undanúrslitaleik A-deildar Lengjubikars karla.

ÍA komst yfir eftir hálftíma leik þegar Albert Hafsteinsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Átta mínútum síðar bætti Tryggvi Hrafn Haraldsson við öðru marki Skagamanna með skalla eftir sendingu frá Þórði Þorsteini Þórðarsyni.

Staðan var 2-0 í hálfleik en heimamenn gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á tveggja mínútna millibili eftir um tíu mínútur í seinni hálfleik. Fyrst skoraði Gonzalo Zamorano og svo lagði hann upp mark fyrir Bjarka Stein Bjarkason.

ÍA er því á leið í úrslit A-deildar Lengjubikars karla þar sem liðið mætir annað hvort KR eða FH en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram 30. mars.

Athugasemdir
banner
banner