Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 21. mars 2019 22:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: Úlfarnir með stórsigur - SR vann KB
Magnús Snær gerði þrennu
Magnús skoraði þrennu í kvöld.
Magnús skoraði þrennu í kvöld.
Mynd: Magnús Snær
Tveir leikir fóru fram í C-deild Lengjubikars karla í kvöld. SR vann góðan 4-1 sigur á KB í riðli 3 annars vegar og Úlfarnir unnu 5-0 stórsigur á ÍH í riðli 5 hins vegar.

SR hafði fyrir leikinn í kvöld tapað sínum eina leik í riðlinum en KB hafði fjögur stig eftir sína fyrstu tvo leiki.

SR leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en Aron Dagur Heiðarsson sá um að gera bæði mörk SR-inga. Helgi Kristjánsson bætti við þriðja marki SR þegar tæplega 70 mínútur voru liðnar af leiknum en Aron Daníelsson minnkaði muninn fyrir KB þegar um tíu mínútur lifðu leiks.

Mínútu seinna skoraði Bragi Friðriksson fjórða mark SR og gulltryggði sigurinn. SR mætir næst Berserkjum laugardaginn 30. mars en KB fær GG í heimsókn í Breiðholtið 5. apríl.

Úlfarnir unnu sinn fyrsta leik 7-0 og ÍH vann sinn leik 10-0 í fyrstu umferðum sínum. Það var því um nokkurs konar uppgjör toppliðana að ræða í kvöld á Framvellinum í Úlfarsárdal. Sæmundur Óli Björnsson kom Úlfunum yfir á 28. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik.

Magnús Snær Dagbjartsson skoraði þrennu á fyrstu 23 mínútum seinni hálfleiks og gerði svo gott sem út um leikinn fyrir Úlfana. Magnús var tekinn út af mínútu eftir að hann fullkomnaði þrennu sína.

Steinar Haraldsson innsiglaði 5-0 sigur Úlfana þegar korter lifði leiks. Úlfarnir eru einir á toppnum með sex stig og markatöluna 12-0 eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum. Næstu leikir liðanna fara fram 29. mars en þá mæta Úlfarnir liði Bjarnarins og ÍH mætir Herði frá Ísafirði.

SR 4-1 KB
1-0 Aron Dagur Heiðarsson ('7)
2-0 Aron Dagur Heiðarsson ('14)
3-0 Helgi Kristjánsson ('68)
3-1 Aron Daníelsson ('79)
4-1 Bragi Friðriksson ('80)

Úlfarnir 5-0 ÍH
1-0 Sæmundur Óli Björnsson ('28)
2-0 Magnús Snær Dagbjartsson ('46)
3-0 Magnús Snær Dabjartsson ('60)
4-0 Magnús Snær Dagbjartsson ('68)
5-0 Steinar Haraldsson ('75)
Athugasemdir
banner
banner
banner