Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 21. mars 2019 13:00
Arnar Helgi Magnússon
Myndband: Sane heppinn að hafa ekki fótbrotnað
Mynd: Getty Images
Þýskaland og Serbía skildu jöfn í vináttulandsleik sem að fram fór í Þýskalandi í gærkvöldi.

Lokatölur urðu 1-1 en Luka Jovic kom Serbum yfir áður en að Leon Goretzka jafnaði fyrir Þjóðverja í síðari hálfleik.

Leroy Sane, leikmaður Manchester City, var í byrjunarliði Þjóðverja í leiknum en hann varð fyrir fólskulegri tæklingu í uppbótartíma frá Milan Pavkov.

Pavkov fékk að líta rautt spjald og skipta þurfti Leroy Sane af velli. Þjóðverjinn var stálheppinn að fótbrotna ekki en Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, sagði eftir leikinn að meiðslin væru ekki jafn alvarleg og þau litu út fyrir að vera.

„Þetta var stórhættuleg tækling. Sane var heppinn að komast heill frá þessu og ætti að vera klár í næsta leik. Svona tæklingar geta haft með sér alvarlegar afleiðingar í för eins og til dæmis beinbrot," sagði Löw eftir leikinn.

Hér að neðan má sjá myndband af tæklingunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner