Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. mars 2019 18:00
Arnar Helgi Magnússon
Pogba búinn að afhenda meistarahringana
Mynd: Getty Images
Það er sjaldan lognmolla í kringum Paul Pogba leikmann Manchester United og franska landsliðsins í fótbolta.

Eftir að Frakkar tryggðu sér Heimsmeistaratitilinn síðasta sumar ákvað Paul Pogba að kaupa svokallaða meistarahringa fyrir liðsfélaga sína.

Hefð er fyrir því að sigurvegarar NBA-deildarinnar fái meistarahring en svo dæmi sé tekið á Michael Jordan sex meistarahringa.

Antoine Griezmann fékk hugmyndina og ákvað Pogba að framkvæma hana. Sergio Ramos hefur talað fyrir því að fá meistarahringa í stað þess að fá medalíur.

Nú þegar franska landsliðið kom saman á dögunum afhenti Paul Pogba öllum liðsfélögum sínum hringana

„Þetta er smá gjöf frá mér eftir að hafa unnið Heimsmeistaramótið með þessum frábæru leikmönnum. Ég lít á þá sem hluta af fjölskyldunni minni."

Verð hringanna hefur ekki verið gefið upp en ætla má þetta muni kosta dágóða summu þar sem að hver og einasti hringur er þakinn demöntum.

Hér að neðan má sjá mynd af hópnum með hringana


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner