Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. mars 2019 11:14
Arnar Helgi Magnússon
Rashford æfði ekki með liðinu í morgun - Byrjar Sancho?
Mynd: Getty Images
England mætir Tékkum í fyrsta leik í undankeppni EM 2020 annað kvöld. Leikurinn er á Wembley og hefst á sama tíma og leikur Íslands og Andorra.

Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, er að sjálfsögðu í enska landsliðshópnum en hann gat ekki æft með liðinu í morgun vegna meiðsla.

Rashford kenndi sér meins í ökkla og æfði því einn með sjúkraþjálfurum enska landsliðsins í morgun. Þetta eru sömu meiðsli og hann varð fyrir gegn Liverpool í febrúar.

Nú þegar hafa þeir Luke Shaw og Trent Alexander-Arnold dregið sig út úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla. Callum Hudson-Odoi og James Ward-Prowse hafa verið kallaðir inn.

Ólíklegt er að Rashford verði klár í það að byrja á morgun en það gæti opnað dyr fyrir Jadon Sancho sem hefur verið frábær með Dortmund í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner