Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. mars 2019 17:52
Elvar Geir Magnússon
Rashford farinn heim - Pickford byrjar
Pickford er áfram aðalmarkvörður Englands.
Pickford er áfram aðalmarkvörður Englands.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford er farinn aftur til Manchester United en hann verður ekki með enska landsliðinu í komandi leikjum gegn Tékklandi og Svartfjallalandi í undankeppni EM.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir að það verði ekki kallaður inn nýr leikmaður í hópinn.

Rashford kenndi sér meins í ökkla og æfði því einn með sjúkraþjálfurum enska landsliðsins í morgun. Þetta eru sömu meiðsli og hann varð fyrir gegn Liverpool í febrúar.

Annars er það að frétta úr herbúðum enska landsliðsins að Southgate ætlar að halda áfram að leggja traust sitt á markvörðinn Jordan Pickford. Staðfest er að Pickford verður í markinu gegn Tékkum annað kvöld en hann hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir slaka frammistöðu með Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner