Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. mars 2019 13:30
Arnar Helgi Magnússon
Rojo æfir með uppeldisfélaginu - Man Utd gaf leyfi
Mynd: Getty Images
Argentíski varnarmaðurinn, Marcos Rojo, hefur fengið afar fá tækifæri með Manchester United á tímabilinu.

Hann lék síðast í desember þegar Manchester United tapaði fyrir Valencia í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, 2-1.

Chris Smalling og Victor Lindelöf hafa myndað miðvarðarpar liðsins síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu í desember. Rojo hefur komið við sögu í þremur leikjum á tímabilinu.

Marcos Rojo er nú staddur í Argentínu þar sem að hann æfir með sínu uppeldisfélagi, Estudiantes.

„Það er ekkert betra en að eyða afmælisdeginum sínum í heimabænum og æfa með þínu gamla félagi með sérstöku leyfi frá Manchester United," segir á Twitter-síðu argentíska liðsins.

Rojo á tvö ár eftir af samning sínum hjá Manchester United.




Athugasemdir
banner
banner