Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. mars 2019 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ronaldo 24 mörkum frá meti Ali Daei
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er næst markahæsti landsliðsmaður allra tíma. Ronaldo hefur skorað 85 mörk í 154 leikjum fyrir Portúgal sem gerir 0,55 mörk að meðaltali í leik.

Íraninn Ali Daei er sá knattspyrnumaður sem hefur skorað flest mörk fyrir landslið sitt. Daei er 49 ára og starfar nú sem þjálfari ásamt því að braska aðeins í viðskiptum.

Daei skoraði á sínum tíma 109 mörk í 149 leikjum eða 0,73 mörk að meðaltali í leik.

Sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk að meðaltali í leik, með að lágmarki þrjátíu mörk fyrir þjóð sína er Daninn Poul Nilsen. Nilsen skoraði á sínum tíma 52 landsliðsmörk í 38 leikjum sem samsvarar 1,37 mörk að meðaltali í leik. Ferenc Puskas, Shaun Goater, Kunishige Kanamoto og Pele eru hinir fjórir á topp 5 listanum yfir þá sem hafa skorað flest mörk að meðaltali í leik.
Athugasemdir
banner
banner