Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. mars 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sadio Mane vill ekki sjá Koulibaly fara til Man Utd
Mynd: Getty Images
Sadio Mane og Kalidou Koulibaly eru báðir með senegalska landsliðinu í landsleikjahlénu.

Þeir eru meðal stærstu stjarna landsliðsins um þessar mundir og eru dýrkaðir og dáðir af stuðningsmönnum.

Hópur stuðningsmanna Senegal sem heldur með Manchester United mætti á æfingaleik liðsins á dögunum með borða sem hvetur Koulibaly að ganga til liðs við Rauðu djöflana.

Koulibaly leikur fyrir Napoli og hefur forseti félagsins sagt að hann sé ekki falur fyrir minna en 100 milljónir evra, enda einn af bestu miðvörðum í heimi.

Sadio Mane, sem leikur fyrir Liverpool, var ekki sammála stuðningsmönnunum og sýndi óánægju sína. Hann er væntanlega ekki spenntur fyrir að mæta Koulbaly í erkifjendaslag í úrvalsdeildinni.




Athugasemdir
banner
banner