Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. mars 2019 10:14
Ívan Guðjón Baldursson
Sancho kostar 100 milljónir
Powerade
Mynd: Getty Images
Nicolas Pepe er eftirsóttur.
Nicolas Pepe er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Landsleikjahléð er farið af stað og byrjar undankeppni fyrir EM 2020 í dag. Slúðurpakkinn er á sínum stað.


Dortmund er búið að skella 100 milljón punda verðmiða á Jadon Sancho, 18. Félagið ætlar að kaupa Callum Hudson-Odoi, 18, ef Sancho verður seldur. (Mirror)

Manchester City leiðir kapphlaupið um Saul Niguez, 24 ára miðjumann Atletico Madrid. Hann er séður sem arftaki Fernandinho. (ESPN)

Barcelona er reiðubúið til að hlusta á tilboð í Philippe Coutinho, 26. Úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á honum en PSG er líklegasti áfangastaðurinn. (Goal)

Barcelona ætlar ekki að kaupa Antoine Griezmann, 27, í sumar. Manchester United er nú líklegasti áfangastaður Frakkans. (Mirror)

Lazio er í samningsviðræðum við spænska bakvörðinn Alberto Moreno, 26, sem verður samningslaus í sumar eftir fimm ár á Anfield. (Independent)

Barcelona er að undirbúa 43 milljón punda tilboð í Luka Jovic, 21 árs sóknarmann á láni hjá Eintracht Frankfurt. (Guardian)

Dani Alves, 35, neitar fregnum um að hann sé búinn að framlengja samning sinn við PSG. (Goal)

Ole Gunnar Solskjær vill losa sig við Alexis Sanchez, Marcos Rojo og Antonio Valencia í sumar. Allir eru þeir frá Suður-Ameríku og komnir yfir 29 ára aldurinn. (Star)

Mateo Kovacic, 24 ára miðjumaður á láni hjá Chelsea, vill frekar ganga í raðir annars liðs á Englandi heldur en að halda aftur til Real Madrid. (Marca)

Chelsea hefur mikinn áhuga á Nathan Ake, 24 ára varnarmanni Bournemouth. Ake var hjá Chelsea í fimm ár áður en hann skipti yfir. Napoli og Tottenham hafa einnig áhuga. (De Telegraaf)

Arsenal mun berjast við Bayern München um kaupin á Nicolas Pepe, 23 ára kantmanni Lille og Fílabeinsstrandarinnar. (beIN Sports)

Bayern hefur komist að samkomulagi við Atletico Madrid um kaupin á Lucas Hernandez, 23 ára varnarmanni franska landsliðsins. (Foot Mercato)

Jose Mourinho ætlar að taka við félagi í sumar. Hann segist vera búinn að hafna þremur eða fjórum tilboðum. (Goal)

Manchester City ætlar að bjóða fyrirliða sínum Vincent Kompany, 32, nýjan samning. (Evening Standard)

Olivier Giroud, 32, vill snúa aftur í franska boltann til að fá meiri spiltíma. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner