Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. mars 2019 09:12
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri: Higuain verður að stíga upp
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri telur vandamál Chelsea vera andleg frekar en líkamleg eftir 2-0 tap gegn Everton síðustu helgi.

Chelsea er í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar eftir tapið og vill Sarri sjá Gonzalo Higuain, sem gekk í raðir félagsins í janúar, stíga upp og byrja að raða inn mörkunum.

„Gegn Everton spiluðum við líklega bestu 45 mínútur tímabilsins í fyrri hálfleik og verstu 45 mínúturnar í þeim seinni. Við hættum bara að spila í seinni hálfleik," sagði Sarri.

„Ef við myndum spila síðustu átta leiki tímabilsins eins og við spiluðum í fyrri hálfleik gegn Everton þá yrðu það 24 stig. Rétt eins og það væru 0 stig ef við myndum spila þá alla eins og seinni hálfleikinn. Við vorum okkar eigin andstæðingar.

„Ástandið er augljóst, vandamálið er ekki líkamlegt heldur andlegt. Það er stórt vandamál að við spilum ekki alla leiki jafn vel, við höfum verið að tapa stigum á tímabilinu og þá erum við oft að klúðra sex eða sjö færum á leik. Higuain þarf að stíga upp."


Sarri fór vel af stað hjá Chelsea en núna eru stuðningsmenn félagsins byrjaðir að snúast gegn honum.

Stjórn Chelsea mun funda um framtíð Sarri á morgun og hafa stuðningsmenn boðað til mótmæla gegn Sarri fyrir næsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner