Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. mars 2019 17:23
Arnar Helgi Magnússon
Sundsvall vill Ara Frey - Útilokar ekki endurkomu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samningur Ara Freys við Lokoren rennur út í sumar en hann segir það þó ekki ljóst hvort að hann yfirgefi félagið eða ekki. Eins og staðan sé í dag sé hann líklega á förum en hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta.

Sænski fjölmiðilinn Fotbolskalanen heldur því fram að Sundsvall vilji fá Ara Freyr í sínar raðir í sumar.

Ari þekkir vel til hjá félaginu en hann spilaði með liðinu 2008 til ársins 2013 og bar fyrirliðabandið hjá félaginu um tíma.

„Þið fáið bara sömu svör og allir aðrir fá. Ég mun ákveða framtíð mína í sumar," sagði Ari við Fotbolskalanen.

„Ég var hjá félaginu í sex ár svo að það er að sjálfsögðu möguleiki. Samanlagt er ég búinn að vera í átta ár í Svíþjóð svo að þetta er eins og mitt annað heimili," segir Ari að lokum.

Ari Freyr er staddur með íslenska landsliðinu í Andorra en liðið mætir heimamönnum í fyrsta leik undankeppni EM 2020 á morgun.

Sjá einnig:
Ari: Bjóst aldrei við að lenda í svona bulli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner