banner
   fim 21. mars 2019 12:02
Arnar Helgi Magnússon
U17 sigraði Ítalíu í fyrsta leik
Arna Eiríksdóttir var með fyrirliðabandið í leiknum.
Arna Eiríksdóttir var með fyrirliðabandið í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalía 1 - 2 Ísland
0-1 Sjálfsmark ('42 )
1-1 Giordano ('52 )
1-2 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('88 )

U17 ára landslið kvenna sigraði Ítalí í morgun en sigurmarkið kom undir lok leiksins. Um var að ræða leik í milliriðli undankeppni EM2020.

Ísland komst yfir í lok fyrri hálfleiks þegar leikmaður Ítala varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Staðan í hálfleik, 0-1, Íslandi í vil.

Það voru einungis liðnar tæpar sjö mínútur af síðari hálfleik þegar Ítalir jöfnuðu metin. Þar var að verki Giordano.

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði síðan sigurmark Íslands á 88. mínútu og tryggði liðinu stigin þrjú. Frábær úrslit!

Þetta var einungis fyrsti leikur Íslands í milliriðlinum en liðið leikur tvo leiki á næstu dögum. Fyrst gegn Danmörku á sunnudag og síðan gegn Slóveníu á miðvikudag.

Næstu leikir:
24. mars - Ísland - Danmörk kl. 10:00
27. mars - Ísland - Slóvenía kl. 13:00




Athugasemdir
banner
banner
banner