Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. mars 2019 18:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni EM: Auðvelt hjá Kýpur gegn San Marínó
Sotiriou spilar hjá FC Kaupmannahöfn, hann skoraði tvö mörk fyrir Kýpur í dag.
Sotiriou spilar hjá FC Kaupmannahöfn, hann skoraði tvö mörk fyrir Kýpur í dag.
Mynd: Getty Images
Cyprus 5 - 0 San Marino
1-0 Pieros Sotiriou ('19 , víti)
2-0 Pieros Sotiriou ('23 , víti)
3-0 Ioannis Kousoulos ('26 )
4-0 Georgios Efrem ('31 )
5-0 Konstantinos Laifis ('56 )

Kýpur tók í dag á móti San Marínó í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. Liðin leika í I-riðli en fyrr í dag vann Kasakstan mjög svo óvæntan 3-0 sigur á Skotlandi í sama riðli.

Kýpverjar komust yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæpar 20 mínútur. Pieros Sotiriou var þar á ferðinni og bætti hann við öðru marki sínu fjórum mínútum síðar.

Kýpverjar bættu við tveimur mörkum fyrir hálfleik og leiddu með fjórum mörkum gegn engu.

Í seinni hálfleik bættu heimamenn í Kýpur við einu marki og unnu að lokum sannfærandi 5-0 sigur. San Marínó átti tvær marktilraunir að marki Kýpur á móti 28 hjá heimamönnum.

Næstu leikir liðanna fara fram á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner