Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. mars 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM í dag - Belgía mætir Rússlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undankeppnin fyrir Evrópumótið 2020 fer af stað með viðureign Kasakstan og Skotlands í dag. Skotar fara inn í leikinn án fyrirliða sins og helstu stjörnu Andy Robertson sem er óleikhæfur eftir aðgerð á munni.

Robertson leikur sem vinstri bakvörður og er varaskeifan hans í landsliðinu hinn efnilegi Kieran Tierney, sem þurfti einnig að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Skotar gætu því átt í vandræðum á vinstri vængnum sínum. Viðureignin verður sýnd beint á Stöð 2 Sport.

Króatía, sem hreppti silfurverðlaun á HM í fyrra, mætir Aserbaídsjan og þá er áhugaverður leikur á dagskrá í Austurríki þar sem Pólverjar kíkja í heimsókn.

Viðureign Belga og Rússa verður svo sýnd beint á Stöð 2 Sport 3 á sama tíma og Holland mætir Hvíta-Rússlandi á Stöð 2 Sport.

C-riðill:
19:45 Norður Írland - Estonia
19:45 Holland - Hvíta Rússland (Stöð 2 Sport)

E-riðill:
19:45 Slóvakía - Ungverjaland
19:45 Króatía - Azerbaijan

G-riðill:
19:45 Austurríki - Pólland
19:45 Israel - Slovenia
19:45 FYR Macedonia - Latvia

I-riðill:
15:00 Kazakhstan - Skotland (Stöð 2 Sport)
17:00 Kýpur - San Marino
19:45 Belgía - Rússland (Stöð 2 Sport 3)

Æfingalandsleikir:
13:45 Sádí Arabía - Sameinuðu arabísku Furstadæmin
18:00 Kósóvó - Danmörk

Athugasemdir
banner
banner
banner