fim 21. mars 2019 16:53
Arnar Helgi Magnússon
Undankeppni EM: Kasakstan fór illa með Skotland
Mynd: Getty Images
McTominay sat á bekknum.
McTominay sat á bekknum.
Mynd: Getty Images
Kasakstan 3 - 0 Skotland
1-0 Yuri Pertsukh ('6 )
2-0 Yan Vorogovskiy ('10 )
3-0 Baktiyor Zainutdinov ('51 )

Undankeppni EM 2020 hófst í dag þegar Kasakstan og Skotland áttust við. Úrslit leiksins komu heldur betur á óvart.

Kazakstan var komið með tveggja marka forskot eftir tæplega tíu mínútna leik. Yuri Persukh kom liðinu yfir á sjöttu mínútu áður en að Yan Vorogovskiy bætti öðru marki við.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í hálfleik og það beið Skotum því ansi stórt verkefni fyrir síðari hálfleikinn.

Vandræðin héldur áfram því að Baktiyor Zainutdinov skoraði þriðja mark Kasakstan eftir rúmlega fimm mínútna leik í síðari hálfleik.

Kasakstan er í 117. sæti heimslistans á meðan Skotar eru í 40. sæti. Í þessum sama riðli eru Kýpur, San Marino, Belgía og Rússland.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner