Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 21. mars 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Víðir Sig: Hvers vegna heyrist ekkert frá Stjörnunni?
Víðir Sigurðsson hefur starfað lengi sem íþróttablaðamaður hjá Morgunblaðinu.
Víðir Sigurðsson hefur starfað lengi sem íþróttablaðamaður hjá Morgunblaðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu skrifaði pistil á íþróttasíðu Morgunblaðsins í dag.

Þar gagnrýnir hann niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Þórarins Inga Valdimarssonar. Þórarinn Ingi lét fordómafull ummæli um geðsjúkdóma falla í garð Ingólfs Sigurðssonar leikmanns Leiknis R. í leik Stjörnunnar og Leiknis í Lengjubikarnum síðustu helgi.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hittust í vikunni vegna málsins og tók málið fyrir en ákvað að lengja ekki leikbann Þórarins Inga sem fer í 'venjulegt' eins leiks bann.

Pistill Víðis í Morgunblaðinu í dag:

„Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Þórarins Inga Valdimarssonar og Ingólfs Sigurðssonar hefur vakið mikla athygli eins og fjallað var um í bakverði gærdagsins. Þórarinn tekur út eins leiks bann í Lengjubikarnum í febrúar árið 2020 fyrir brottvísun sem hann hlaut fyrir ósæmileg ummæli í garð Ingólfs um andleg veikindi sem hann hefur barist við á opinskáan hátt."

Í kjölfarið vísar Víðir svo í reglugerð aga- og úrskurðarnefndar, en þar segir: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli."

„Þó að andleg veikindi séu ekki talin upp í reglugerðinni (sem kallar auðvitað á tafarlausa breytingu á henni) virðist það allavega blasa við ólögfróðum manni að nefndinni hefði verið í lófa lagið að kveða upp eðlilegri úrskurð. Hver hefði niðurstaða nefndarinnar verið ef ummælin hefðu beinst að litarhætti eða kynhneigð viðkomandi? Og hvar stendur Stjarnan í þessu máli? Hvers vegna heyrist ekkert frá félaginu? Í áðurnefndri reglugerð er tekið fram að félag viðkomandi skuli sæta sekt að lágmarki kr. 100 þúsund. Stjarnan gæti að sjálfsögðu bjargað andliti KSÍ og eigin virðingu að hluta til með því að setja sinn mann í tilhlýðilega langt bann.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner