Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. mars 2019 13:23
Arnar Daði Arnarsson
Víkingur ekki í viðræðum við Guðmund Andra
Guðmundur Andri í leik með KR.
Guðmundur Andri í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Gunnlaugsson varaformaður Víkings R. neitar því að Guðmundur Andri Tryggvason leikmaður Start sé á leið til Víkings.

Hrafnkell Freyr Ágústsson var gestur Dr. Football í morgun. Þar skaut hann því inn að hann væri á leiðinni til Víkings.

„Við höfum áhuga á að fá hann til okkar en engar viðræður eru komnar í gang og við höfum ekkert heyrt í honum," sagði Heimir í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta er góður leikmaður sem ég þekki vel frá því hann var í KR. Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri í Noregi og auðvitað væri spennandi að fá hann í Víking ef það væri möguleiki," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings í samtali við Fótbolta.net.

Arnar Gunnlaugsson var aðstoðarþjálfari hjá KR tímabilin 2016 og 2017.

Guðmundur Andri gekk í raðir norska félagsins Start í desember árið 2017. Hjá félaginu hefur hann fengið lítil sem engin tækifæri. Hann lék með KR í Pepsi-deildinni árið 2015, 2016 og 2017 áður en hann fór til Start.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner