Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. mars 2019 09:35
Ívan Guðjón Baldursson
Vydra segir Maguire vera veika hlekkinn
Mynd: Getty Images
England tekur á móti Tékklandi í fyrstu umferð undankeppninnar fyrir EM 2020. Liðin mætast á Wembley annað kvöld.

Matej Vydra, sóknarmaður Burnley og tékkneska landlsiðsins, býst við hörkuleik og segir að tékkneska liðið sé með leikskipulagið á hreinu.

„Kane og Rashford eru frábær, Sterling er ótrúlegur. Sóknin þeirra er mjög sterk en vörnin ekki alveg jafn mikið. Ég er ekki að segja að hún sé ekki sterk, bara ekki jafn sterk og sóknin. Maguire er gott dæmi," sagði Vydra.

„Stundum er eins og hann viti ekki hvað sé að gerast fyrir aftan sig. Þess vegna fékk hann rautt spjald eftir fimm mínútur gegn Burnley, við lögðum upp með að hlaupa bakvið hann og það virkaði."

Vydra var spurður út í leikplan Tékka og var ekki feiminn við að viðurkenna að samherjar hans væru reiðubúnir til að sparka duglega í leikmenn enska liðsins.

„Við þurfum að halda okkur nálægt þeim því þeir þurfa bara smá pláss til að skapa sér færi. Við megum ekki vera smeykir við að sparka í þá þrisvar eða fjórum sinnum og neyða þá til að spila tveggja-snertinga bolta."

James Tarkowski og Tom Heaton, samherjar Vydra hjá Burnley, eru í enska landsliðshópnum.

„Við erum búnir að tala um þennan leik. Vonandi vinnum við því þá get ég strítt þeim í langan tíma."
Athugasemdir
banner
banner