Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 21. apríl 2019 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benteke skoraði sitt fyrsta mark í tæpt ár
Benteke fagnar marki sínu í dag.
Benteke fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace vann í dag Arsenal 2-3 á útivelli. Christian Benteke skoraði og lagði upp í leiknum fyrir Crystal Palace.

Framherjinn var búinn að vera í algjörri markaþurrð því hann hafði ekki skorað í 358 daga fyrir leikinn í dag. Sumir muna kannski eftir því að Belginn skoraði einu sinni nítján mörk fyrir Aston Villa á einni leiktíð. Tímarnir breytast og Benteke hefur átt við leiðinda meiðlsi að stríða.

Benteke fékk kjörið tækifæri til þess að bæta við öðru marki rétt fyrir hálfleik en klikkaði.

Aðrir molar eftir leikinn í dag
Wilfried Zaha hefur skorað átta mörk á útivelli fyrir Crystal Palace á leiktíðinni. Aðeins Harry Kane(11) og Jamie Vardy(10) hafa skorað fleiri.

Arsenal tapaði í dag sínum fyrsta Lundúnaslag á heimavelli síðan í janúar 2016 þegar Chelsea vann 0-1.

Þetta er fyrsta leiktíðin síðan tímabilið 1979-80 sem að Crystal Palace fær stig úr báðum leikjum sínum gegn Arsenal.

Mesut Özil hefur komið að 52 mörkum í úrvalsdeildinni á heimavelli. 20 mörk og 32 stoðsendingar. Özil skoraði fyrra mark leiksins í dag.

Palace hefur aldrei skorað jafn mörg mörk á útivelli í úrvalsdeildinni og á þessari leiktíð. 29 eru mörkin orðin. Liðið náði mest að skora einmitt 29 mörk áður en úrvalsdeildin var stofnuð.
Athugasemdir
banner